31.03.1966
Neðri deild: 62. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 697 í B-deild Alþingistíðinda. (509)

136. mál, ráðstafanir vegna sjávarútvegsins

Guðlaugur Gíslason:

Herra forseti. Það var aðeins út af þeim ummælum hv. 11. landsk. þm., að 6 af 7 meðlimum sjútvn. hefðu verið sammála um þetta atriði. Þá vil ég geta þess, að fyrir n. lágu ekki þær upplýsingar, sem nú hafa komið fram frá Fiskifélaginu. N. stóð í þeirri meiningu, að þarna væri aðeins um 3—4 millj. að ræða, en ekki 7—8, ef heimildin er fullnotuð. Ef heimildin væri notuð samkv. minni till. allt árið, miðað við 7—8 millj., á móti till. sjútvn. að nota 3—4 millj. hálft árið, yrði um sömu upphæð að ræða á allan línufisk veiddan allt árið og þeir í upphafi gerðu ráð fyrir að yrði á línufisk veiddan á síðari hluta ársins.