05.04.1966
Efri deild: 61. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 699 í B-deild Alþingistíðinda. (515)

136. mál, ráðstafanir vegna sjávarútvegsins

Frsm. meiri hl. (Jón Árnason):

Herra forseti. Frv. þetta er komið aftur frá Nd., vegna þess að á því var gerð nokkur breyting, sem felst í 1. gr. frv., 2. og 3. mgr., sem hljóða svo, með leyfi forseta:

„Heimilt er að greiða viðbótaruppbót á línu og handfærafisk, veiddan á tímabilinu frá 1. júli 1965 til 31. desember 1965, umfram þá 25 aura á hvert kg, sem ákveðið var með lögum nr. 34 8. maí 1965, að ríkissjóður skyldi greiða.

Heildaruppbætur á línu- og handfærafisk á árinu 1965 skulu þó ekki fara fram úr 22 millj. kr.“

Sjútvn. kom saman og ræddi þessa breytingu, sem orðið hefur á frv., og er sammála um að mæla með, að þessi breyt. verði samþ.