14.03.1966
Efri deild: 49. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 723 í B-deild Alþingistíðinda. (542)

106. mál, atvinnuleysistryggingar

Alfreð Gíslason:

Herra forseti. Eins og nál. heilbr.- og félmn. ber með sér og hv. síðasti ræðumaður tók einnig fram, var ekki um að ræða neinn djúpstæðan ágreining innan n. um efnisatriði þessa frv. Sömuleiðis voru allir hv. nm. inni á því, að ganga bæri nokkru lengra í breytingum á l. um atvinnuleysistryggingar, og það var fyrst, þegar að því kom, hverju breyta skyldi og á hvern hátt, að nokkurs skoðanamunar gætti. Ég skal taka það fram strax, að ég er ekki andvígur brtt. heilbr.- og félmn. á þskj. 295, þótt mér hins vegar finnist þær ganga fullskammt. Þess vegna hef ég á þskj. 301 flutt brtt.. sem að verulegu leyti eru svipaðs efnis og till. á þskj. 295, en ganga heldur lengra. Ég skal nú í örfáum orðum gera grein fyrir brtt. mínum á þskj. 301.

1. liður þeirra fjallar um það, að þrjár nýjar greinar komi inn í frv.:

Í fyrsta lagi, að gerð verði breyting á 15. gr. laganna. Í 15. gr. er rætt um það, hverjir eigi rétt til bóta, og þar er eitt skilyrðið það, að menn verði að sanna, að þeir hafi á s.l. 6 mánuðum verið atvinnulausir a.m.k. 36 virka daga, þar af 9 daga á síðustu 18 dögum. Þetta skilyrði finnst mér satt að segja óskiljanlega strangt. Það bætir úr að vísu, að annars staðar í l. er heimild til þess að víkja frá þessu stranga ákvæði. En ég vildi og taldi rétt að leggja það til. úr því að um breytingu á l. er nú að ræða, að þessu stranga ákvæði í 15. gr. yrði breytt og þetta skilyrði fyrir rétti til bóta haft þannig, að í stað 6 mánaða komi 3 mánuðir og í stað 36 daga komi 10 dagar.

Þá legg ég til, að 2. gr. frv. fjalli um breytingu á 17. gr. l. Aðalbreytingin, sem felst í minni till., ef miðað er við brtt. n., er í því fólgin, að ég legg til, að atvinnuleysisdagpeningar greiðist nákvæmlega á sama hátt og slysadagpeningar nú, en fyrir því er ekki gert ráð í brtt. heilbr. og félmn. Að vísu er þar ákveðið, að upphæð bótanna, dagpeningaupphæðin, skuli vera sú sama og slysadagpeningarnir. En annar munur, sem er verulegur, er ekki lagfærður. Þegar slysadagpeningar eru greiddir, eru þeir greiddir jafnt fyrir helga daga sem rúmhelga. En samkv. l. um atvinnuleysistryggingar skulu atvinnuleysisbætur aðeins greiddar fyrir virka daga. Þennan mun vildi ég láta nema á brott nú, þegar á annað borða er verið að færa atvinnuleysisbæturnar til samræmis við slysadagpeninga. Það hlýtur að gilda alveg sama um atvinnulausa menn og atvinnulausar fjölskyldur eins og slasaða menn og þeirra fjölskyldur, að þeir þurfa einnig að lifa og nærast á helgidögum. Þetta er sú meginbreyting, sem felst í b-lið minna brtt.

Þá er einnig þar gert ráð fyrir, að niður skuli falla biðtími þeirra, sem notið hafa sjúkra- eða slysadagpeninga og verða atvinnulausir, þegar þær greiðslur falla niður. Þetta er að vísu heimilað í l., eins og þau eru nú, en mér finnst rétt, að nú sé notað tækifærið og tiltekið það, sem ég tel vera sjálfsagt, að þegar svona stendur á, skuli biðtíminn falla niður. Í l. er gert ráð fyrir, að hámarkstími bótagreiðslna sé 4 mánuðir ár hvert. Ég legg til, að sá tími sé hækkaður, þannig að hámarkstíminn verði 6 mánuðir á ári hverju.

Loks hef ég leyft mér í mínum brtt. að gera ákvæðin um brottfall bótaréttar einfaldari á bann veg, að rétturinn skuli niður falla, þegar bæturnar að viðbættum öðrum tekjum fara fram úr 75% af dagvinnukaupi verkamanna í Reykjavík. Þetta tel ég vera að gera málin einfaldari og ekki gengið á rétt neins, enda á öðrum stað og í öðru sambandi gert ráð fyrir því, að atvinnuleysistryggingabætur megi ekki fara fram úr 75% af dagvinnukaupi verkamanna að viðbættum öðrum tekjum, sem bótaþegi kann að fá.

Þá er ein brtt. mín við 18. gr., og er þar um að ræða hækkun hótaupphæða til samræmis við slysadagpeninga. Hún er mjög svipuð till. n. um sama efni, nema hvað bætur fyrir hvert barn á framfæri eru lítið eitt hærri samkv. till. minni. Enn fremur er í henni gert ráð fyrir, að grunnupphæð bóta skuli breytast í samræmi við grunnkaup Dagsbrúnarverkamanna, en ekki aðeins vera heimild til þess, svo sem nú er ákveðið í 1. og einnig ráðgert í brtt. n. Ég geri ráð fyrir því, að enginn ágreiningur sé um þetta atriði, að upphæð bótanna skuli breytast í samræmi við grunnkaup Dagsbrúnarverkamanna. Og ef enginn ágreiningur er um það, hvers vegna þá ekki að láta það standa í lögunum?

Þá flyt ég loks brtt. við 1. gr. frv., eins og það er nú, brtt. þess efnis, að við gr. bætist heimild til handa sjóðsstjórninni að veita verkalýðsfálögum lán, vaxtalaus eða með lágum vöxtum, til byggingar félags- og orlofsheimila. Verkalýðsfélögin munu að vísu hafa fengið lán úr þessum sjóði til nefndrar byggingarstarfsemi. en lánin eru mjög óhagstæð fyrir verkalýðsfélögin, þ.e.a.s. þau eru veitt með venjulegum útlánsvöxtum, og eins og kunnugt er, eru þeir mjög háir nú til dags. Vaxtabyrðin er mjög þung á herðum þessara félaga, sem að sjálfsögðu eru ekki fjárhagslega sterk, og ég hefði talið það mjög vel til fallið, að verkalýðsfélögunum yrði ásamt öðrum aðilum veitt lán til byggingar yfir félagsstarfsemi sína með lágum vöxtum eða vaxtalaus með öllu. Ég skal taka það fram, að ég teldi ekkert því til fyrirstöðu í þessu sambandi, að samtök atvinnurekenda nytu sams konar kjara, ef um það væri að ræða. að þau samtök vildu byggja yfir sína félagsstarfsemi.

Ég þarf þá ekki að fara fleiri orðum, að ég hygg. um brtt. mínar á þskj. 301. En að síðustu vil ég leggja áherzlu á tvö atriði, sem þar er komið inn á. Í fyrsta lagi legg ég mikla áherzlu á, að atvinnuleysisdagpeningar séu greiddir fyrir helga daga sem virka, og í öðru lagi legg ég sérstaka áherzlu á, að verkalýðsfélögunum sé gefinn kostur á því að fá lán úr sjóðnum vaxtalaus eða með lágum vöxtum. Ég vil sérstaklega beina þessum óskum mínum til hæstv. félagsmálaráðherra í þeirri von, að hann geti enn fengið einhverju um þokað í þessu efni.