06.12.1965
Neðri deild: 25. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 785 í B-deild Alþingistíðinda. (611)

11. mál, fuglaveiðar og fuglafriðun

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hef leyft mér að leggja fram eina litla brtt. við þetta frv. Hún er á þskj. 142, og það var verið að útbýta henni nú á þessari stundu. Till. er um það, að við 8. gr. bætist einn liður, þannig orðaður:

„Eigi má veiða fugla á helgidögum þjóðkirkjunnar.“

Það er algild regla, að húsdýr eru ekki aflífuð á sunnudögum, og ég tel, að fuglarnir ættu einnig að vera friðhelgir á slíkum dögum.