28.03.1966
Neðri deild: 60. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 848 í B-deild Alþingistíðinda. (724)

142. mál, ferðamál

Frsm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Samgöngumn. hefur rætt þetta mál og leggur til. að frv. verði samþ. óbreytt. En efni þess er það, að lagt er til, að lántöku- og ábyrgðarheimild ferðamálasjóðs verði hækkuð úr 20 milli. kr. í 40 millj. kr. Mikil eftirspurn er eftir lánsfé úr sjóðnum og því talið nauðsynlegt að afla honum aukinna lánsheimilda og þar með starfsfjár.

Í starfsskýrslu ferðamálasjóðs, sem nær fram til síðustu áramóta, er frá því skýrt, að frá því að ferðamálaráð tók til starfa og til nýliðinna áramóta hafi borizt umsóknir um lán úr ferðamálasjóði frá 48 aðilum víðs vegar að á landinu. Enn þá liggja ekki fyrir frá öllum lánbeiðendum áætlanir um kostnað við fyrirhugaðar framkvæmdir. Hins vegar er samanlögð upphæð lánbeiðna frá þeim, sem þegar hafa lagt fram formlegar lánbeiðnir, rúmlega 30 millj. kr. Að auki hafa nokkrir aðilar rætt við ferðamálaráð um lánamöguleika, án þess að enn liggi fyrir formlegar lánbeiðnir.

Á starfstíma sínum hefur ferðamálaráð gert till. til samgmrh. um lánaupphæð 15 millj. 120 þús. kr., en aðilar, sem mælt er með, eru 20 talsins og eru þeir í öllum landshlutum.

Samkv. framansögðu leggur samgmn. hv. þd. til, að frv. verði samþ. óbreytt.