22.04.1966
Efri deild: 67. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í B-deild Alþingistíðinda. (735)

142. mál, ferðamál

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta gengur út á það eitt að auka lántökuheimild ferðamálasjóðs úr 20 millj. kr. í 40 millj. Eins og kemur fram í grg. með þessu frv., er mikil eftirspurn eftir lánum úr þessum sjóði. og það er gert ráð fyrir því, að á yfirstandandi ári þurfi að veita lán úr sjóðnum, sem geri það nauðsynlegt fyrir sjóðinn að auka lántökuheimildina umfram 20 millj. eða upp í 23 millj.. en þá er auðvitað skynsamlegt, þar sem lántökuheimildirnar í gildandi l. eru ekki nægar, að fara nokkuð ríflega í sakirnar, svo að ekki þurfi alltaf að vera að leita til Alþingis, kannske á hverju ári eða annað hvert ár, og þess vegna er í þessu frv. lagt til, eins og ég gat um áðan, að lántökuheimildin verði tvöfölduð eða úr 20 millj. í 40 millj.

Samgmn. fékk þetta frv. til athugunar, og mælir n. með samþykkt frv. Ég vil taka það fram, vegna þess að það vantar nafn eins nefndarmanns undir nál., þ.e. Bjartmars Guðmundssonar. hv. 8. landsk. þm., að hann var viðstaddur, þegar þetta mál var afgreitt úr n., en begar gengið var frá nál., var hann farinn norður í land og varamaður hafði þá ekki tekið sæti hans á Alþingi, þannig að hann var, eins og við aðrir nefndarmennirnir, samþykkur því að mæla með þessu frv.