26.04.1966
Neðri deild: 78. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í B-deild Alþingistíðinda. (785)

181. mál, almennur frídagur 1. maí

Frsm. (Sigfús J. Johnsen):

Herra forseti. Í framkvæmd hefur 1. maí mörg s.l. ár verið viðurkenndur sem almennur frídagur. Opinber viðurkenning eða lagaleg staðfesting hefur hins vegar ekki fengizt til þessa þrátt fyrir áratuga baráttu íslenzkrar verkalýðshreyfingar fyrir því að fá í samningum sínum viðurkenningu fyrir löggildingu dagsins. Í virðingar- og viðurkenningarskyni fyrir starf samtakanna á liðnum árum er þetta mál fram komið. Hv. heilbr.- og félmn. hefur fjallað um málið og mælir einróma með því, að það verði samþ.