19.10.1965
Neðri deild: 4. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í B-deild Alþingistíðinda. (83)

2. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. um innheimtu ýmissa gjalda með viðauka. Það er shlj. lögum, sem um þetta hafa gilt og hafa verið framlengd frá ári til árs. Frv. er algerlega óbreytt frá þeim lögum, sem nú gilda um þetta, og tel ég ekki þörf frekari framsögu um málið, þar sem það er þegar kunnugt öllum hv. þm. og ekki er um að ræða neina breytingu frá gildandi löggjöf.

Ég legg til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjhn.