10.12.1965
Efri deild: 26. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í B-deild Alþingistíðinda. (91)

2. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Með þessu frv. er lagt til að framlengja heimild til handa ríkisstj. til þess að innheimta á árinu 1966 ýmis tiltekin gjöld með viðauka. Þetta er sams konar frv. og samhljóða, svo sem flutt hefur verið hér á mörgum undanförnum þingum, og er ekki um neina breyt. að ræða frá þeim gjöldum, eins og þau voru skv. þeim l., sem nú gilda um þetta.

Frv. var samþ. einróma í Nd., og sé ég ekki ástæðu til þess að fara um það fleiri orðum, en vil mega vænta þess, að það geti fengið afgreiðslu í þessari hv. d., áður en þinghlé verður nú hér fyrir áramótin.

Vil ég leyfa mér að leggja til, herra forseti. að frv. verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og hv. fjhn.