18.04.1966
Efri deild: 65. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 1012 í B-deild Alþingistíðinda. (943)

187. mál, lántaka vegna framkvæmdaáætlunar 1966

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Þegar fjárlög fyrir 1966 voru til meðferðar, lýsti ég því yfir, að síðar mundi verða leitað til Alþ. með sérstakar heimildir til að taka lán á árinu 1966 vegna framkvæmdaáætlunarinnar fyrir það ár, og var þess vegna að verulegu leyti sleppt í fjárlögum að leita lántökuheimilda fyrir ýmsu því, sem þó var þá þegar ljóst, að yrði að afla lánsfjár til. Það frv., sem hér liggur fyrir hv. d., er í framhaldi af þessari yfirlýsingu, og er í frv. þessu leitað eftir heimild Alþingis til, að ríkisstj. megi leita eftir láni

til ýmissa framkvæmda, svo sem nánar er gerð grein fyrir í frv.

Það er gert ráð fyrir því skv. þess frv. að fá heimild til þess að taka lán, er nemi samtals 179 millj. kr., vegna framkvæmdaáætlunar ársins 1966, og er það þó að sjálfsögðu ekki nema hluti þess fjár, sem varið verður til framkvæmda á vegum ríkisins á því ári. Bæði koma þar fjárfestingar á vegum fjárfesti garlánasjóða, sem hafa einnig alltaf verið þáttu í framkvæmdaáætluninni, og koma þar að sjálfsögðu til viðbótar ýmsar fjáraflanir, bæði heiman úr héruðum vegna ýmissa framkvæmda, fjárveitingar í fjárlögum sjálfum og svo ráðstöfunarfé hinna ýmsu sjóða, sem undir áætlun þessa hafa komið.

Framkvæmdaáætluninni fyrir árið 1966 er lokið nú fyrir skömmu. Að vísu er nokkuð síðan samningu hennar raunverulega lauk, en það þurfti að ganga frá samningum við ýmsa aðila til þess að afla fjár, svo að auðið væri að gera þessa áætlun að raunveruleika. Nú á næstu dögum mun Alþingi verða gerð grein fyrir framkvæmdaáætlun þessari í einstökum atriðum og þeim rökum, sem að baki henni liggja, og skal ég því ekki almennt fara út í einstök atriði þess máls, og vænti ég þess, að hv. þdm. fallist á að geyma almennar mr. um það efni, þar til sú skýrsla verður gefin.

Það, sem hér er um að ræða, er í rauninni mjög einfalds eðlis. Það er í fyrsta lagi gert ráð fyrir lántökuheimild um 13.5 millj. kr. vegna flugvalla og vegagerða á Vestfjörðum. Þetta er það fé, sem gert er ráð fyrir að á næsta ári verði tekið að láni til þessa a framkvæmda í sambandi við lán það, se fengizt hefur loforð fyrir hjá viðreisnarsjóði Evrópuráðsins, og var hafin lántaka af því á s.l. ári, en þetta er framhald af þeim lántökum. Þá er óskað eftir að fá heimild til að tak lán að upphæð 318 þús. dollara, en það er vegna kaupa á sanddæluskipi, sem vitamál stjórnin hefur fest kaup á með samþykki ríkisstj. og hefur fengizt vilyrði fyrir láni hjá Export Import bankanum í Washington til þess að kaupa þetta skip og gert ráð fyrir, að það lán endurgreiðist á 7 árum. Það kom í ljós við athugun þessa máls, að það var mjög hagkvæmt, að vitamálastjórnin eignaðist þetta skip, og miðað við þann kostnað, sem nú er af því að leigja skip til sanddælinga , mundi vera hægt í senn að hafa mjög verulegan hagnað af þessu skipi, þannig að auðið væri með eðlilegum hætti að greiða niður umrætt lán, og enn fremur, sem skiptir ekki minna máli, að engu að síður væri hægt að framkvæma verkið á mun ódýrari hátt en nú er gert. Ríkisstj. þótti því einsýnt, að að væri allra hluta vegna hagkvæmt að kaupa þetta skip, ekki sízt þar sem ekki er gert áð fyrir að þurfi að leggja fram úr ríkissjóði sérstaklega fjárveitingar til að standa undir kaupum á því.

Loks er farið fram á heimild til lántöku, vegna framkvæmda í flugöryggismál m. Fyrir því máli mun verða gerð rækilegri grein í sambandi við skýrslugjöf um framkvæmdaáætlunina fyrir yfirstandandi ár, en þar er gert ráð fyrir mjög aukinni fjáröflun til flugmála, ekki hvað sízt í sambandi við flugöryggisþjónustuna, en það er vegna mjög aukinnar starfsemi flugsins hin brýnasta nauðsyn á að koma upp miklum tækjabúnaði, til þess að hægt sé að hafa viðhlítandi öryggi í sambandi við hið stóraukna flug. Það er talið, að hægt sé að afla fjár með þeim hætti, sem hér er gert ráð fyrir, að vegna tækjakaupanna fáist um 6 millj. kr. lán hjá seljendum tækjanna.

Þá er gert ráð fyrir lántöku vegna raforku og jarðhitasjóðs. Svo sem hv. þm. er kunnugt, er fjárveiting sú, sem er í fjárlögum, bundin við dreifiveitur um sveitir, þannig að framkvæmdir raforkumálastjórnarinnar eða rafmagnsveitna ríkisins til annarra meiri háttar framkvæmda eru þar utan við, og verður að afla fjár til þeirra framkvæmda með sérstökum hætti. Sömuleiðis þarf að afla fjár til jarðhitasjóðs umfram það fé, sem sjóðurinn hefur fengið til framkvæmda af fjárlagafjárveitingum.

Loks er um að ræða heimild til að taka nokkurt fé að láni vegna sveitaveitna í Borgarfirði. Það eru um 4 millj. kr., sem Andakílsárvirkjun hefur boðizt til að leggja fram til þess að hraða lagningu sveitaveitna í Borgarfirði, og hefur þótt rétt að taka því boði, en heimild vantar til þess að taka þetta lán.

Þá er loksins, og það er stærsti einstakur þáttur þessa máls, heimild til þess, að ríkissjóður gefi út á árinu 1966 spariskírteini eða ríkisskuldabréf með þeim hætti, sem verið hefur síðustu ár, er séu verðtryggð, og nái heimildin nú 100 millj. kr. Á s.l. ári var um að ræða 75 millj. kr., sem seldist upp á skömmum tíma, og hefur verið veruleg eftirspurn eftir þessum verðbréfum. Það þykir óhætt að gera ráð fyrir því, að auðið verði að selja fyrir 100 millj. kr. á þessu ári, og er því nauðsynlegt að afla heimilda til þess, því að til þess að ná endum saman í sambandi við framkvæmdaáætlunina er óumflýjanlegt að afla fjár með þessum hætti.

Í 8. gr. frv. er skýrt frá því, hvernig eigi að verja þessu fé. Það er til landshafna 18 millj. kr., vega 30.8 millj., til flugmála 26.3 millj., til skóla 14.9 millj. og til sjúkrahúsa 10 millj. Ég sé ekki ástæðu til á þessu stigi að vera að sundurgreina sérstaklega, til hverra einstakra framkvæmda þessu fé verði varið, það liggur að sjálfsögðu fyrir, og ég tel eðlilegt og rétt, að sú n., sem fær málið til meðferðar, kynni sér það. Það eru að sjálfsögðu handbærar upplýsingar, til þess að hún geti fengið fullkomlega um það að vita, hvernig fénu á að ráðstafa.

Þar sem hér er í meginefnum um að ræða lántökuheimildir til framkvæmda, sem um hefur verið rætt að minna eða meira leyti, og ég veit, að allir hv. þdm. eru sammála um, að þörf sé að vinna að, sé ég ekki ástæðu til á þessu stigi málsins, nema sérstakt tilefni gefist til, að fara um frv. við þessa umr. fleiri orðum, en legg til, herra forseti, að því verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og hv. fjárhagsnefndar.