15.04.1967
Neðri deild: 69. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1203 í B-deild Alþingistíðinda. (1045)

178. mál, öryggisráðstafanir á vinnustöðum

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér er til 1. umr. núna, er búið að fara gegnum Ed. og með góðu samkomulagi. Það er ákaflega lítið frv. Það hefur verið unnið að því að setja reglugerð, sem feli það í sér, að réttindi til stjórnar nánar tiltekinna stórvirkra vinnuvéla skuli bundin við ákveðna starfsreynslu eða nám og þykir vera til öryggis. Að þessu hafa unnið fulltrúar frá verkamannafélaginu Dagsbrún og fulltrúar frá vinnuveitendum auk fleiri. Talið var í rn., að slík reglugerð yrði ekki sett nema þeirrar heimildar væri leitað, sem í þessu frv. felst:

Ég vil leyfa mér, herra forseti, að leggja til, að frv. verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og hv. iðnn.