14.12.1966
Sameinað þing: 16. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í B-deild Alþingistíðinda. (109)

1. mál, fjárlög 1967

Frsm. meiri hl. (Jón Árnason):

Herra forseti. Það eru hér nokkrar tillögur til viðbótar frá fjvn., sem ég vil leyfa mér að koma á framfæri. Vegna þess að þær eru svo seint fram komnar, að flytja þarf þær skriflega, bið ég forseta að leita afbrigða fyrir þeim.

Það er í fyrsta lagi við 17. gr. II, 3. töluliður, teikningar verkamannabústaða, að fyrir 100 komi 150.

Í öðru lagi við 16. gr. A., 4. tölul., búreikningaskrifstofa á vegum Búnaðarfélags Íslands, launaliður, fyrir 390 þús. kemur 550 þús.

Í þriðja lagi er um orðalagsbreytingu að ræða á tillögu n. á þskj. 135 við 22. gr. XXVIII, bliður: Að ábyrgjast allt að 10 millj. kr. lán fyrir Alþýðusamband Íslands og önnur launþegasambönd vegna byggingar orlofsheimila. Hér er aðeins um rýmra orðalag að ræða en er í hinni tillögunni.

Í fjórða lagi er svo till. við 14. gr. B., 24. tölul.: Til byggingar húsmæðraskóla, til undirbúnings framkvæmda. Það verður þá 10. tölul., til húsmæðraskólans að Laugum 100 þús. kr. [Frh.]