15.04.1967
Neðri deild: 69. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1435 í B-deild Alþingistíðinda. (1273)

159. mál, skólakostnaður

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég sé ástæðu til þess að vekja athygli hv. þm. á því, að þarna er bara greitt atkv. um það, hvort endurkrefja skuli heimasveitir þeirra nemenda, sem sækja skóla, sem taldir eru í vissum málslið, láta sveitirnar fara þar með að borga fyrir þessa nemendur. Þarna er um slíkt leiðindasmáræði að ræða, að mér finnst, að ef menn hefðu sett sig inn í, hvað þarna væri, mundu menn fella þetta niður. Og ef hæstv. ríkisstj., sem sækir þetta mál svona fast hér, en er sjálf ekki viðstödd, þegar umr. fara fram og hefur ekki meiri hl. hér í d. til þess að koma máli í gegn, ef hún vill sýna nokkra minnstu sanngirni, eigi hún að samþykkja svona hlut. Ég segi já við þessari brtt.