17.04.1967
Neðri deild: 71. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1464 í B-deild Alþingistíðinda. (1286)

159. mál, skólakostnaður

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Þegar ég lauk máli mínu fyrir hádegið í dag, átti ég eftir að ræða frekar um héraðsskólana og stöðu þeirra í þessu frv. og hafði þá jafnframt hugsað mér að leggja áherzlu á það í lok ræðu minnar að fara fram á það við hæstv. menntmrh., að þessu máli yrði frestað og staða héraðsskólanna í skólakerfinu athuguð betur og nánar og lögð síðan fyrir Alþ. Nú hefur hæstv. ráðh. gert till, um, að að þessu verði horfið. Sé ég því ekki ástæðu til að lengja mál mitt, því að tilgangurinn var sá einn að ræða málið, en ekki halda uppi neinu málþófi hér.