15.12.1966
Sameinað þing: 17. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 265 í B-deild Alþingistíðinda. (133)

1. mál, fjárlög 1967

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Út af úrskurði hæstv. forseta vil ég vekja athygli á því, að á 15. gr. fjárlagafrv., Vlll. tölulið, er framlag til greiðslu álags vegna afhendingar kirkna til safnaða. Þessi fjárveiting er búin að standa í nokkur ár, og hafa margar bændakirkjur verið afhentar söfnuði samkv. þessari ákvörðun, sem hér hefur verið gerð. Þess vegna er hér um það að ræða, að ríkið taki við kirkjunni í Saurbæ einmitt með þeirri fjárveitingu, sem hér er lagt til, og því segi ég já.