24.11.1966
Neðri deild: 19. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1521 í B-deild Alþingistíðinda. (1350)

65. mál, löggilding á verslunarstað í Egilstaðarkauptúni

Flm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Við höfum, allir þm. Austurl. ásamt einum landsk. þm., leyft okkur að bera fram frv. til l. á þskj. 74, þar sem við leggjum til, að Egilsstaðakauptún verði löggiltur verzlunarstaður. Egilsstaðakauptún er ört vaxandi og hefur verið það að undanförnu. 1960 voru þar eitthvað um 297 íbúar, en í árslok eða 1. des. 1965 voru þar skráðir 476 íbúar og hefur talsvert fjölgað síðan.

Eins og kunnugt er, er Egilsstaðakauptún miðstöð samgangna, þjónustufyrirtækja og verzlunar, fyrst og fremst fyrir allt Fljótsdalshérað, og ýmis starfsemi íbúa þorpsins nær í raun og veru lengra, t.d. niður á firði. Það er ástæðulaust að hafa hér um mörg orð. Málið er einfalt og augljóst, og við væntum þess, flm., að það fái góðar undirtektir hér á hv. Alþ. Ég vil leyfa mér að stinga upp á, herra forseti, að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til 2. umr. og hv. allshn.