14.02.1967
Neðri deild: 41. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1524 í B-deild Alþingistíðinda. (1367)

75. mál, stýrimannaskóli í Vestmannaeyjum

Fram. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Ég tel ekki, að langa framsögu þurfi að flytja með því nál., sem hér liggur fyrir. Þegar málið var tekið fyrir við 1. umr. í þessari hv. d., gerði ég grein fyrir efni frv., sem er það eitt, að segja má, að færa l. um stýrimannaskóla í Vestmannaeyjum til samræmis við þá breyt., sem gerð var á l. um stýrimannaskólann í Reykjavík á s.l. ári. Þetta er má segja eini tilgangur þess frv., sem hér liggur fyrir, og sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um það en ég gerði í framsöguræðu, þegar það var lagt hér fyrir.

Menntmn. hefur haft frv. til athugunar, og kemur fram á þskj. 215, að hún leggur einróma til, að það verði samþ. óbreytt.