15.12.1966
Sameinað þing: 17. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í B-deild Alþingistíðinda. (137)

1. mál, fjárlög 1967

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Bæði innan þings og utan hefur komið fram sá vilji hjá aðilum, að komið verði upp sjómannastofum á Austfjörðum. Í þeirri till., sem hér liggur fyrir, er aðeins till. um, að hálft gjald komi frá því opinbera, frá ríkissjóði, en engar till. um það, að annað slíkt komi annars staðar frá. Það liggur þannig fyrir, að ekki séu till. um það, hvort þetta gjald eigi að koma frá sjómönnum sjálfum, frá útgerðarmönnum, frá eigendum síldarverksmiðja eða frá sveitarfélögunum sjálfum. Áður en einhver lausn er fundin á þessu vandamáli, sem ég tel mikla nauðsyn á að finnist innan tíðar, tel ég ekki raunhæft að skylda ríkissjóð til þess að setja fé í þetta, og því segi ég nei.