06.04.1967
Neðri deild: 59. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1534 í B-deild Alþingistíðinda. (1414)

153. mál, sala níu jarða og grasbýla í Neshreppi utan Ennis og Lækjardals í Öxarfjarðarhreppi

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Þær jarðir, sem hér er um að ræða, níu jarðir og grasbýli í Neshreppi utan Ennis, eru í raun og veru innan Hellissands. Það, sem hér er um að ræða, er aðeins að hreppsfélag, sem er vaxandi og á fram undan að vaxa mun meira heldur en hingað til, vill tryggja sér yfirráðarétt yfir landinu, sem það mun vaxa á. Með hinu upphaflega frv. eru fskj., þar sem ábúendur þeirra jarða, sem seljast eiga, veita samþykki sitt. Aðrar eru eyðijarðir. N. mælir með samþykkt frv.