10.04.1967
Neðri deild: 62. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1554 í B-deild Alþingistíðinda. (1502)

156. mál, sala lands úr jörðinni Grenivík í Grýtubakkahr.

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Landbn. hefur haft til meðferðar frv. á þskj. 308 um sölu lands úr ríkisjörðinni Grenivík í Grýtubakkahreppi. En þetta frv. fjallar um heimild til að selja hafnarsjóði Grýtubakkahrepps landspildu úr landi Grenivíkur allt að 7 ha að stærð, sem verði athafnasvæði fyrir hina nýju höfn á Grenivík, og svo koma hér nánari ákvæði um mat, Ný hafnargerð í Grenivík er nýlega hafin, og í sambandi við hina nýju höfn þarf hafnarsjóður á landi að halda og er samkomulag um það milli hafnarnefndarinnar og hreppsnefndarinnar í Grýtubakkahreppi, þar sem Grenivík stendur, að fiska eftir því, að þessi sala fari fram. En Grenivík er gamall kirkjustaður og kirkjujörð, var fyrir skömmu prestssetur, sem nú er lagt niður. Landbn. hefur sent þetta frv. til umsagnar Landnámi ríkisins og jarðeignadeild og eru umsagnir beggja þessara aðila jákvæðar. N. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.