10.11.1966
Neðri deild: 14. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1856 í B-deild Alþingistíðinda. (1626)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (SB):

Forseta hefur borizt eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 9. nóv. 1966.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu vikur, mælist ég til þess, að sökum forfalla 1. varamanns taki 3. varamaður landsk. þm. Alþfl., Hilmar Hálfdánarson verðgæzlumaður, Egilsstöðum, sæti mitt á Alþ. í fjarveru minni, og vísa ég í því sambandi til 138. gr. kosningalaga. Það skal tekið fram, að 2. varamaður landsk. þm. Alþfl., Pétur Pétursson forstjóri, situr nú á Alþ. í fjarveru Benedikts Gröndals.

Birgir Finnsson,

2. landsk. þm.

Enn fremur liggur fyrir svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 9. nóv. 1966.

Vegna mikilla anna í skyldustarfi mínu hef ég því miður ekki tök á að taka sæti á Alþ. næstu tvær vikur í forföllum Birgis Finnssonar alþm., og óska þess hér með, að næsti varamaður landsk. þm. Alþfl. verði kvaddur til setu á Alþ. í minn stað.

Virðingarfyllst,

Unnar Stefánsson.

Til forseta Nd.

Hilmar Hálfdánarson hefur áður átt sæti á Alþ. og hefur undirritað kjörbréf og býð ég hann því velkominn til að taka sæti að þessu sinni í hv. þd.