12.12.1966
Neðri deild: 25. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1857 í B-deild Alþingistíðinda. (1628)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (SB):

Forseta hefur borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 9. des. 1966.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og verð fjarverandi næstu vikur, leyti ég mér, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis. að fara þess á leit, að 1. varamaður Alþfl. í Reykjaneskjördæmi, Ragnar Guðleifsson kennari, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.

Emil Jónsson,

2. þm. Reykn.“

Ragnar Guðleifsson hefur áður átt sæti á Alþ. á þessu kjörtímabili, og hefur kjörbréf hans verið rannsakað. Leyfi ég mér því að bjóða hann velkominn til setu í hv. þd.