09.02.1967
Neðri deild: 37. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1858 í B-deild Alþingistíðinda. (1630)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

forseti (BGr):

Borizt hefur bréf:

„Samkv. beiðni Hannibals Valdimarssonar, 5. þm. Vestf., sem verður erlendis næstu vikur í opinberum erindum, leyfi ég mér að óska þess með skírskotun til 138. gr. 1. um kosningar til Alþingis, að 1. varamaður Alþb. í Vestfjarðakjördæmi, Steingrímur Pálsson símstöðvarstjóri, taki sæti á Alþ. í fjarveru hans.

Lúðvík Jósefsson,

formaður þingflokks Alþb.“

Steingrímur Pálsson hefur áður undirritað eiðstaf og kjörbréf hans verið samþ. Býð ég hann velkominn til starfa.