17.12.1966
Efri deild: 33. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1866 í B-deild Alþingistíðinda. (1656)

Þingsetning

Karl Kristjánsson:

Ég leyfi mér að gerast svo djarfur fyrir hönd hv. þdm. að flytja hæstv. forseta þakkir fyrir hans hlýju kveðjuorð, sem hann flutti okkur. Ég vil fyrir okkar hönd þakka honum fyrir samstarfið og prúðmannlega og réttláta forsetastjórn. Ég vil óska honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Og ég vil svo að lokum lýsa þeirri ósk, að við megum öll hljóta gleðileg jól og fagnaðarríkt nýár og hittast heil hér í þingsölunum eftir þinghléið.

Ég bið ykkur, hv. þdm., að gjöra svo vel að taka undir efni þessara orða minna með því að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]