13.12.1966
Neðri deild: 27. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 295 í B-deild Alþingistíðinda. (178)

88. mál, Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Ég vildi mega gera hér eina fyrirspurn í sambandi við þau orð, sem hér féllu hjá frsm. landbn. Ég áttaði mig ekki fyllilega á því, hvað hann átti við, þar sem hann talaði um óafturkræft framlag, en í 4. gr. frv. er um það rætt, að af stofnframlagi ríkissjóðs til framleiðnisjóðs skuli 20 millj. ganga til vinnslustöðva landbúnaðarins vegna endurbóta, sem gerðar hafa verið á árinu 1966, og orðalag gr. er nokkuð einkennilegt að því leyti til, að sagt er, að ráðstafa skuli þessari fjárhæð. Ég hef ekki áttað mig á því, hvort hér er ætlazt til þess, að framleiðnisjóður veiti þessum vinnslustöðvum landbúnaðarins þessa fjórhæð að láni eða hvort til þess er ætlazt, að framleiðnisjóður samkv. þessu orðalagi veiti þessum aðilum þessa fjárhæð sem óafturkræfa, en þá gengur nú þegar á stofnfé sjóðsins. Nú vil ég sem sagt spyrjast fyrir um þetta orðalag í 4. gr. frv., þar sem talað er um, að framleiðnisjóður skuli ráðstafa þeirri fjárhæð til þessara aðila, hvort ekki sé við það átt, að þetta fé verði veitt þessum aðilum sem lán. Það var sérstaklega þetta, sem ég vildi fá upplýst, og þarf í rauninni ekki að ræða hér málið frekar, en ég vænti, að formaður landbn. geti gefið upplýsingar um þetta, hvernig þetta sé í frv.