24.11.1966
Neðri deild: 19. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 142 í C-deild Alþingistíðinda. (1795)

30. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Gísli Guðmundsson:

Herra forseti. Í framhaldi af því, sem hér hefur verið sagt um afgreiðslu þingmála í þingi, vildi ég leyfa mér að minna á það, að fyrir nokkuð löngu var vísað til n. frv. til l., sem ég hef flutt hér í hv. d. ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, um ríkisframlag til hafnargerða. Þetta er mál, sem áður hefur verið flutt hér á hinu háa Alþingi og ætti að vera þingmönnum nokkuð kunnugt. Það hefur oftar en einu sinni verið fyrir því mælt og lagðar fram upplýsingar í því máli. Ég vildi mælast til þess við hæstv. forseta, að hann hlutaðist til um, að þetta mál yrði fljótlega afgreitt úr nefnd.