09.03.1967
Neðri deild: 51. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 332 í C-deild Alþingistíðinda. (1911)

116. mál, uppsögn varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna

Forseti (SB):

Umr. um 7. dagskrármálið er frestað. (EOl: Er ekki hægt að fá að tala? Ég óska að fá að taka til máls. Neitar forseti mér um það?) Hv. 3. þm. Reykv. og hæstv. forsrh. hafa nú talað tvisvar hvor, og þar sem nauðsynlegt er að koma fram öðrum málum á dagskránni, en hins vegar ekki hægt að halda fundi í dag lengur áfram en til kl. 4, neyðist forseti til þess að fresta umr. um 7. dagskrármálið. (EOl: Ég krefst þess, að málið sé tekið fyrir og umr. sé haldið áfram nú og að forsetinn, þó að hann sé flokksmaður forsrh. . . . ) Forseti mun gera það, sem í hans valdi stendur, til þess að tryggja það, að umr. verði mjög fljótlega fram haldið um 7. dagskrármálið, og væntir forseti, að hv. 3. þm. Reykv., 1. flm. þessa frv., sætti sig við þetta. (EOl: Ég vænti þess, að forsetinn taki tillit til réttar þm.)