13.12.1966
Neðri deild: 28. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (192)

88. mál, Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Landbrh. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins geta þess, að í septembermánuði var talað um að stofna framleiðnisjóð landbúnaðarins með 30 millj. kr. framlagi, en n., sem samdi frv., þar sem fulltrúar bænda áttu sérstaklega tvo fulltrúa, kom sér saman um í samráði við ríkisstj. að hækka stofnframlagið upp í 50 millj. kr. Ég tel sjálfsagt að halda sig við það samkomulag, sem þegar hefur verið gert og fulltrúar bænda virtust vera mjög ánægðir með, og ég mun þess vegna segja nei við þessum brtt.