14.04.1967
Neðri deild: 67. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í C-deild Alþingistíðinda. (2060)

196. mál, atvinnuleysistryggingar

Flm. (Jón Ísberg):

Herra forseti. Ég flyt ásamt hv. 7. þm. Reykv. á þskj. 449 frv. til l. til breyt. á atvinnuleysistryggingalögunum, sem snertir það sama og ég var að ræða hér um áðan, að greiða atvinnuleysisbætur með börnum þeirra, sem njóta þeirra bóta, ef börnin eru fleiri en þrjú. Þetta hefur, að ég ætla, komizt inn fyrir misskilning, og það hefur ekki verið leiðrétt, vegna þess að það er á svo tiltölulega fáum stöðum, sem hefur þurft að greiða atvinnuleysisbætur, en eins og allir geta séð, nær ekki nokkurri átt að stöðva þetta við fjórða barn, ef einhver þarf á því að halda, og þessar bætur eru ekki svo ríflegar, að mönnum veiti ekki af því með öllum sínum börnum.

Ég hef þessi orð ekki fleiri. Ég vísa til þess, sem ég sagði rétt áðan, og legg til, að þessu frv. verði vísað til heilbr.- og félmn. og 2. umr.