17.12.1966
Sameinað þing: 18. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í D-deild Alþingistíðinda. (2128)

91. mál, frestun á fundum Alþingis

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Till. sú, sem hér er flutt, byggist á því, að nú sé störfum þings svo langt komið, að rétt sé að taka sér jólafrí venju samkvæmt. Það er að sjálfsögðu á valdi ríkisstj., þó að miðað sé við, að þing komi í síðasta lagi saman hinn 1. febrúar, að ef sérstök ástæða þyki til, verði efnt til fundarhalds fyrr.

Það er ljóst, að ýmislegur vandi er fram undan. Hversu mikill hann er, verður ekki enn séð, og þýðir því ekki að halda þessum þingstörfum nú áfram. En bæði hefur ríkisstj. heimildir til ákvarðana lögum samkv. og samkv. þessari heimild, sem hér er veitt, til brbl-útgáfu, en ef sérstaklega þykja efni til, er, eins og ég segi, hægt að kalla Alþ. til fundar.

Ég sé ekki ástæðu til þess að hafa þessi orð fleiri, en legg til, að till. verði samþykkt.