18.04.1967
Sameinað þing: 37. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 108 í D-deild Alþingistíðinda. (2235)

184. mál, vegáætlun fyrir árin 1967 og 1968

Fram. meiri hl. (Jón Árnason):

Herra forseti. Ég vil biðja forseta að leita afbrigða fyrir skrifl. brtt., sem ég vil flytja. Hún er frá fjvn. Það er brtt við brtt. á þskj. 588, um vegáætlun. Það er við 2. tölul. b.2. Liðurinn orðist svo:

„Þingeyjarsýslubraut: a. Í Aðalreykjadal 1967 1 millj. og 1968 0.5 millj. Milli Jökulsár og Þórshafnar 1968 500 þús.“

Hér er ekki um aðra breytingu að ræða en skipt er fjárupphæðinni, sem í brtt. n. á þskj. 588 er ætluð til þessa vegar í Aðalreykjadal 1968. Samkv. till. á þskj. 588 er 1 millj. hvort árið, en upphæðinni er skipt á árinu 1968 í 500 þús. til hvors kafla, annars vegar í Aðalreykjadal 500 þús. og milli Jökulsár og Þórshafnar 500 þús. kr.