02.11.1966
Sameinað þing: 7. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 239 í D-deild Alþingistíðinda. (2300)

16. mál, jarðakaup ríkisins

Flm. (Helgi Bergs):

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að gera ræðu hæstv. landbrh. mikið að umtalsefni, vegna þess að það voru ekki mörg atriði, sem þar komu fram, sem gefa í rauninni tilefni til andsvara.

Ráðh. virtist efnislega vera hlynntur þeim skoðunum, sem fram koma í till., og hlýt ég að fagna því. Hins vegar taldi hæstv. ráðh., að hann hefði nú þegar komið í framkvæmd veigamesta atriði till. og annarra atriða hennar væri lítil þörf. Ég sé ekki ástæðu til að fara að munnhöggvast við hæstv. ráðh. um það, hve mikil þörf er einstakra atriða þessarar till. Skoðun okkar flm. er sú, að á því sé full, þörf á að skoða þessi mál, sem till. fjallar um, á breiðari grundvelli en gert hefur veríð með undirbúningi þess frv., sem hæstv. ráðh. boðaði, og kanna þau atriði, sem till. fjallar um, í fullu samhengi. Ég skildi líka hæstv. ráðh. þannig, að meginatriði í andstöðu hans við þessa till. væri það, að honum fannst, að það væri óeðlilegt að bæta við einni nefnd enn til þess að skoða mál eins og þetta Um þetta er ég hæstv. ráðh. ekki heldur sammála. Ég tel, að skipaðar hafi verið n. af minna tilefni en að skoða mál eins og þessi á þann hátt, sem till. gerir ráð fyrir. Hæstv. ráðh. hefur haft í undirbúningi frv. til l., sem fjallar um einn þátt af því, sem þessi till. fjallar um. Skyldi hann ekki hafa skipað n. til þess, og skyldi hann ekki jafnvel hafa skipað fleiri en eina til þess?

Mér finnst það ekki í sjálfu sér vera tilefni til andstöðu við þessa till., þó að mönnum finnist þörf á því áð takmarka nefndafjölda. Hér eru á hverju einasta þingi lögð fram stjfrv. í tugatali, sem nær alltaf eða a.m.k. mjög oft eru samin af n., og þó að n. væri skipuð til að fjalla um efni eins og hér er um að ræða, sýnist mér, að það hafi oft verið skipuð n. af minna tilefni.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þetta að sinni, en ítreka till. mína um, að málinu verði vísað til síðari umr. og hv. fjvn.