15.02.1967
Sameinað þing: 23. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í D-deild Alþingistíðinda. (2352)

32. mál, réttur Íslands til landgrunnsins

Utanrrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Það eru aðeins nokkur orð. Þessi ummæli, sem hæstv. fyrrv. utanrrh. hafði um meðlimi utanrmn., féllu árið 1964, og þá var þeim að vísu mótmælt af einum nm., en Einar Olgeirsson, hv. 3. þm. Reykv., hafði ekki annað svar við þeim þá en blöðin reyndu að ná sér í fréttir á sem allra víðtækastan hátt, og hann endurtekur það enn nú. Ef þetta hefði sært þeirra tilfinningar þá, finnst mér, að þeir hefðu átt að rísa upp og krefjast skýrra svara. Það er ekki þar fyrir, það er ekkert of seint að gera það nú, en eðlilegast hefði verið, að þeir hefðu gert það strax, en bíða ekki í 3 ár eftir að taka málið upp. En ég skal ekki deila um það frekar. En það, sem er kjarni þessa máls alls, er það, að það þarf að takast betra samkomulag við n., og ég er á því. Og ég vona það einmitt, að þessi umr. hér geti orðið til þess, að það verði gert.

Mér er sagt, ég veit ekki um sönnur á því, og bezt að tala nú varlega, að sú n., sem sé að athuga þingsköpin, hafi uppi till. um það að setja ákveðnar reglur fyrir utanrmn. og um það, að utanrmn. skuli þá sýna sérstakan trúnað, því að það verður að fylgja með, því að það er óhjákvæmilegt, og það geta verið mál, sem ekki er eðlilegt, að komist út, þó að þau séu rædd í utanrmn. Þó að hv. 5. þm. Reykv. hafi tekizt að finna þarna 2 ár, þar sem ekki var neitt svo mikið trúnaðarmál, að það þyrfti að takast fram, þá er alveg örugglega mikið af málum hjá utanrmn., sem þarf að fara með sem trúnaðarmál. Og þó að það sé gott og blessað út af fyrir sig, eins og hv. 3. þm. Reykv. sagði á utanríkismálafundinum 1964, að blöðin birti kannske það, sem þau mega ekki birta og diplómatíið komi svo á eftir og dementeri, er það oftast til þess að staðfesta það, sem sagt hefur verið, segir hv. þm. En þá er búið að birta það, sem ekki átti að birta. Og þess vegna held ég, að það væri ákaflega æskilegt að geta tekið upp önnur vinnubrögð, geta sýnt n. fullan trúnað og hún sýni þá utanrrh. og þeim, sem með honum starfa, fullan trúnað líka og birti ekki. Hvort þessi breyting á þingsköpum, sem ég minntist á, kemur fyrir nú eða ekki, þá breytir það út af fyrir sig ekki því, að það á að vera hægt að taka þetta mál upp, ef það er gert á þeim grundveili, sem ég nú hef sagt.