12.04.1967
Sameinað þing: 34. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 427 í D-deild Alþingistíðinda. (2541)

135. mál, auknar sjúkratryggingar til sjúklinga sem leita þurfa læknishjálpar erlendis

Flm. (Jón Árnason):

Herra forseti. Á þskj. 261 hef ég ásamt nokkrum fleiri hv. þm. leyft mér að flytja till. til þál. um auknar sjúkratryggingar til sjúklinga, sem óhjákvæmilega þurfa að leita sér lækninga erlendis. Tillgr. hljóðar svo, með leyfi forseta:

Alþ. ályktar að skora á ríkisstj., að hún láti endurskoða IV. kafla l. nr. 40 1936, um almannatryggingar, með það fyrir augum, að sjúklingar, sem leita þurfa læknishjálpar erlendis, fái verulega auknar bætur frá því, sam nú á sér stað.“

Eins og fram kemur í grg. fyrir till., er það ætlun flm., að komið verði á endurskoðun á IV. kafla. l., en sá lagabálkur kveður á um það, hvaða sjúkrabætur tryggingunum beri að greiða almennt. Það, sem fyrir flm. vakir sérstaklega, er, að endurskoðun l. miðist fyrst og fremst við það, að komið verði á verulega auknum bótum til handa þeim sjúklingum, sem óhjákvæmilega þurfa að leita læknishjálpar erlendis.

Sem betur fer, er um miklar framfarir að ræða á sviði læknavísindanna um allan heim. Að sjálfsögðu fylgjum vér Íslendingar þeirri þróun, eftir því sem kostur er á. Hitt segir sig sjálft, að hinar fjölmennu og auðugu stórþjóðir hafa hér meiri og betri skilyrði til þess að starfrækja fullkomnar og dýrar rannsóknarstofnanir, en þær eru m.a. grundvöllur þeirrar þróunar læknavísindanna, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum.

Það hefur því mjög farið í vöxt, að Íslendingar, sem gengið hafa með hjartasjúkdóma, hafi leitað sér lækninga á þeim sjúkrahúsum erlendis, sem vitað er um, að ráða yfir mestri sérfræðilegri þekkingu og tækni á þessu sviði. Samkv. upplýsingum, sem ég hef fengið hjá landlækni, var tala hjartasjúklinga, sem mest voru börn, alls 12 á s.l. ári, er fóru erlendis til læknisaðgerða, við hjartasjúkdómum, og um síðustu áramót lágu fyrir upplýsingar um a.m.k. 8 sjúklinga, sem leita, verða sams konar læknishjálpar erlendis á yfirstandandi ári. Verður sú tala sjúklinga að sjálfsögðu allmiklu hærri, þegar lengra líður fram á árið.

Hér er um læknisaðgerðir að ræða, sem læknar munu almennt sammála um, að enn sem komið er sé ekki unnt að veita hérlendis. Það er því brýn nauðsyn, að sjúkratryggingarnar láti þessi mái til sín taka í ríkari mæli en nú á sér stað, svo að einstaklingar geti átt þess kost að leita lækninga meina sinna og fá þá heilsubót, sem völ er á. Hér er hins vegar um svo kostnaðarsamar læknis. aðgerðir að ræða, að í mörgum tilfellum verður það algerlega fjárhagslega ofviða þeim, sem í hlut eiga.

Á undanförnum árum hefur Alþ. veitt nokkra fjárupphæð á fjárl., sem ætluð er til styrktar þeim sjúklingum, sem nauðsynlega þurfa, að leita læknishjálpar erlendis. Í fjárl. yfirstandandi árs er upphæðin 500 þús. kr. Með þessu hefur Alþ. sýnt þessu þarfa málefni vissan skilning, sem vert er að þakka.

En hér þarf meira til. Það er því álit flm., að ekkert sé eðlilegra en að hið almenna tryggingakerfi, sjúkrasamlög og Tryggingastofnun ríkisins, taki málið í sínar hendur og veiti ríflegri bætur, svo sem hér er lagt til.

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að orðdengja frekar um málið, en legg til, að till. verði vísað til hv. allshn.