15.12.1966
Neðri deild: 31. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 372 í B-deild Alþingistíðinda. (262)

90. mál, atvinnuleysistryggingar

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér um ræðir, hefur verið afgr. með shlj. atkv. í hv. Ed. Frv. er ekki mikið að vöxtum og skýrir sig nánast sjálft. Það er flutt til efndar á því loforði, sem ríkisstj. gaf við síðustu kjarasamninga skrifstofu- og verzlunarfólks, að hún mundi beita sér fyrir lagasetningu um aðild þessara samtaka að atvinnuleysistryggingasjóði.

Ég vænti þess, að frv. þetta geti fengið skjótan framgang í þessari hv. deild, þar sem brýna nauðsyn ber til, að það verði samþ. nú fyrir þinghlé eða jólafrí, til þess að eðlileg innheimta geti átt sér stað á næsta ári skv. lögum. Ég vildi því eindregið mælast til þess við þá hv. n., sem málið fær til meðferðar, og forseta deildarinnar, að þeir geri sitt ýtrasta til þess að sjá svo um, að frv. verði samþykkt, og legg til, að því verði vísað að lokinni þessari umr. til hv. heilbr.- og félmn.