09.11.1966
Sameinað þing: 8. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í D-deild Alþingistíðinda. (2627)

47. mál, úthlutun úr byggingarsjóði ríkisins

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Í framhaldi af þeim formálsorðum, sem hv. fyrirspyrjandi hafði fyrir fsp., vil ég upplýsa það, að húsnæðismálastjórn hefur nú hafið þá lánveitingu, sam hann telur að hafi orðið óhæfilegur dráttur á, en ég verð að leyfa mér að mótmæla. Sannleikurinn er sá, að öll þau ár, sem ég hef haft afskipti af störfum húsnæðismálastjárnar, hefur haustlánveitingin þar oft farið fram í des., en hún er þó hafin núna, ég hygg, að hún hafi verið hafin í gær, svo að oft áður hefur verið meiri ástæða til að kvarta yfir því, að haustlánveitingin færi of seint fram, frekar en núna.

Að öðru leyti óska ég að svara þessum fsp. á, þennan veg:

Svo sem ég hef þegar sagt, hefur húsnæðismálastjórn nú hafið síðari lánveitingu þessa árs með þeirri fjárhæð, sem áætlað er, að tekjur byggingarsjóðs nemi til næstu áramóta, eða því sem næst 125—130 millj. kr., og hefur þá jafnframt verið áætluð fjárþörf byggingaráætlunarinnar svonefndu, um 16 millj. kr., en byggingarsjóði er ætlað að standa undir kostnaði við þær framkvæmdir að hluta ríkisins. Samkv. talningu Húsnæðismálastofnunarinnar 1. okt., eins og hv. fyrirspyrjandi minntist hér á áðan, skiptust fyrirliggjandi lánshæfar umsóknir þá þannig, að umsóknir um viðbótarlán voru 567 að upphæð 79.4 millj. kr. Í öðru lagi, að ný lán samkv. umsóknum frá 1365, sem síðar hafa orðið lánshæfar og eiga rétt til 180 þús. kr. láns, eru 311, að upphæð 43.5 millj. kr. Umsóknir um ný lán frá umsækjendum, sem hafa gert íbúðir sínar lánshæfar á yfirstandandi ári, eru 287 eða 48.8 millj. kr. Og í fjórða lagi eru sérstök viðbótarlán frá meðlimum verkalýðsfélaga um 207 að upphæð 8 millj. kr., eða samtals 1372 hæfar lánsumsóknir með fjárþörf upp á 180 millj. kr. Af framangreindri talningu og áætlunum er ljóst, að nokkurt eigið fé eða um 50—55 millj. kr. skortir á, að fullnægt verði nú öllum lánshæfum umsóknum, miðað við fyrrgreinda talningu Húsnæðismálastofnunarinnar. Nákvæmleg fjárvöntun verður þó ekki ljós, fyrr en endanlega er séð, hverjar raunverulegar árstekjur sjóðsins verða, en framangreindar tölur eru byggð er á áætlunum, og mun þá frekari athugun þessa máls eiga sér stað.

Við tvær síðustu lánveitingar reyndist stofnuninni af eigin rammleik unnt að gefa öllum fyrirliggjandi og lánshæfum umsóknum lánsúrlausn skv. gildandi lögum, þ.e. í tvennu lagi. S.l. sumar og fram eftir þessu hausti hefur lánsumsóknum fjölgað verulega, auk þess sem á byggingarsjóð hafa með samkomulagi við verkalýðssamtökin verið lagðar fjárhagslegar skuldbindingar vegna útgjalda fyrir framkvæmdanefnd byggingaáætlunarinnar, sem á þessu ári munu nema í heild sem næst 25.5 millj. kr. og aukast verulega á næsta ári. Til enn frekari upplýsingar tel ég rétt að skýra frá því, að tekizt hefur til þessa að standa við allar lánaskuldbindingar, sem verkalýðshreyfingunni hafa verið gefnar með yfirlýsingum ríkisstj. frá því í júní 1964 og aftur í júlí 1965. Þetta hefur tekizt, þrátt fyrir að fyrirhugað samstarf við starfandi lífeyrissjóði náðist ekki með þeim hætti, sem upphaflega var ráð fyrir gert. Á s.l. ári voru afgreiddar til lántakenda á vegum Húsnæðismálastofnunarinnar 274.2 millj. kr., og á þessu ári hafa nú verið afgreiddar til lántakenda, áður en yfirstandandi lánvelting hófst, 241.8 millj. kr., og yfirstandandi lánveiting verður a.m.k. 125 millj. kr., þannig að heildarlánveiting ársins verður a.m.k. 367 millj. kr. Skv. síðustu lagabreytingu um lánveitingar stofnunarinnar, sem byggðar voru á yfirlýsingum ríkisstj., skyldu lánin hækka skv. vísitölu, en þó aldrei minna en um 15 þús. kr. á ári, þó að vísitala staðnæmdist. Skv. þessu ákvæði 1, munu hin almennu lán til þeirra, er framkvæmdir hefja á árinu 1966, hækka úr 280 þús. kr. á íbúð í 340 þús. kr. á íbúð, eða um rúmlega 20%. Svo virðist nú sem hin áætlaða upphæð, 15—20 millj. kr. árlega í sérstök viðbótarlán til meðlima verkalýðsfélaga, muni á þessu ári verða fullnýtt með 20 millj. kr. lánveitingum, en um leið er fullnægt þar öllum lánshæfum umsóknum.

Ég vona, að framangreindar upplýsingar fullnægi fsp. hv. fyrirspyrjanda.