09.11.1966
Sameinað þing: 8. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 486 í D-deild Alþingistíðinda. (2629)

47. mál, úthlutun úr byggingarsjóði ríkisins

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forsoti. Hv. fyrirspyrjandi er óánægður með þau svör, sem ég gaf varðandi þá fjárvöntun, sem sýnilega verður fyrir hendi hjá húsnæðismálastjórn. Sjálfur er hann ágætur starfsmaður hér í lánastofnun og ætti að þekkja. hvernig starfsemi þar fer fram. Ég hygg, að hans stofnun, frekar en nokkur önnur lánastofnun í landinu, hafi ekki aðstöðu til að hreinsa alltaf sitt borð og svara öllum lánsumsóknum jákvætt. Og það hefur komið fyrir hjá húsnæðismálastjórn áður, að hún hefur ekki getað sinnt lengra aftur á bak með hliðsjón af sínum eigin fjárþörfum heldur en svo, að það hafa legið fyrir fjögurra ára gamlar umsóknir, og ég vissi ekki til, að hv. þm. eða hans flokkshræður sæju neina ástæðu til að seg ja eitt einasta orð þá. En nú á að reyna að gera úlfalda úr þeirri mýflugu, að nokkurra mánaða gamlar umsóknir þurfi að bíða aðeins ef til vill enn um sinn, sem er þó ekki enn ljóst.

Ég skal ítreka það, sem ég sagði um þetta efni áðan, að þegar ljóst er, hverjar raunverulegar árstekjum byggingarsjóðsins verða, verður þetta mál tekið til endurskoðunar á ný. Ég tel að þar með sé sagður allur sá sannleikur í þessu máli, sem þegar er fyrir hendi.