07.12.1966
Sameinað þing: 15. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í D-deild Alþingistíðinda. (2653)

79. mál, sjónvarp til Austurlands

Fyrirspyrjandi (Jónas Pétursson):

Herra forseti. Þessi fsp. á þskj. 91 til hæstv. menntmrh. er einföld og ljós og þarfnast ekki mikilla skýringa. En tilefni hennar er yfirlýsing, sam hæstv. menntmrh. gaf við umr. fyrir skömmu í hv. Ed. um útvarpsrekstur, þess efnis, að nú hefði verið tekin ákvörðun um byggingu endurvarpsstöðva á Skálafelli og Vaðlaheiði, sem teljast til aðalendurvarpsstöðva við dreifingu sjónvarpsins, auk nokkurra minni, m.a. í Vestmanaeyjum og Vík í Mýrdal, sem væntanlega mundu einnig leysa þessi mál fyrir Austur-Skaftafellssýslu. En í áætlunum um dreifingu sjónvarpsins um landið er gert ráð fyrir fáum aðaldreifistöðvum, og meðal þeirra er Fjarðarheiðarstöðin. Sú tiltölulega góða reynsla, sem fengizt hefur af tilraunasjónvarpi að undanförnu, hefur stóraukið áhugann um allt land fyrir sjónvarpi, og það er mikið sanngirnismál að reyna að koma þessum höfuðdreifistöðvum upp sem mest í senn til að jafna eftir föngum aðstöðu fólksins, og þess vegna er spurt: Hvenær má vænta ákvörðunar um Fjarðarheiðarstöðina?