08.02.1967
Sameinað þing: 22. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 516 í D-deild Alþingistíðinda. (2672)

85. mál, rafmagnsmál Austurlands

Fyrirspyrjandi (Lúðvík Jósefsson):

Herra forseti. Það er nú orðið æðilangt síðan fsp. sú var rædd hér á Alþ., sem hér er á dagskrá að þessu sinni, og þessar tiltölulega stuttu umr. eru því mjög sundurslitnar. En eins og hv. alþm. minnast, var aðalefni fsp. það að spyrjast fyrir um, hvað ráðgert væri að gera til úrbóta í raforkumálum Austurlands með sérstöku tilliti til þeirra áfalla, sem þar hafa orðið vegna raforkuskorta nú að undanförum. Svar það, sem hæstv. raforkumrh. gaf við þessari fsp., var á þá Sund, að ráðgert væri að bæta allmiklu dísilafli við á þessu raforkusvæði nú á komandi sumri, þig að það mætti búast við því, eð það væri minni hætta á því en verið hefur, að þarna gæti komið til raforkuskorts, eins og kom fyrir á s.l. sumri.

Þetta svar hæstv. ráðh. er út af fyrir sig góðra gjalda vert. Það er mikils um vert að reyna að koma í veg fyrir slíkt tjón, eins og varð af raforkuskortinum á þessu svæði á s.l. sumri, og það verður varla gert nú í bráð með öðrum hætti en þeim að bæta þarna við nokkrum dísilvélum.

En jafnframt því, sem ráðh. gaf þetta svar, minntist hann nokkuð á lausn á raforkumálum Austurlands til frambúðar og gat þá um þá n., sem hann hefði skipað til þess að athuga um lausn á raforkumálum Laxársvæðisins og á raforkumálum Austurlands, og vék svo með nokkrum almennum orðum að þessum athugunum. Það er auðvitað enginn tími til þess hér í fsp.-tíma að ræða um þau mál að þessu sinni, og það verður að bíða síns rétta tíma, en ég vil aðeins undirstrika það í beinu framhaldi af fsp. og því, sem fram kom af minni hálfu við flutning þessarar fsp., að hér er auðvitað um gífurlega mikið hagsmunamál — ekki aðeins Austfirðinga að ræða, hvernig þessi raforkumál á Austurlandi verða leyst, hér er hreinlega um hagsmunamál svo að segja allrar þjóðarinnar að ræða. Langsamlega þýðingarmesti iðnaður landsmanna er nú orðið rekinn einmitt á Austurlandi og hefur sínar miðstöðvar þar. Það er þannig komið, að meginhluti síldariðnaðarins hefur sínar rekstrarstöðvar á þessu svæði og byggir sinn rekstur á raforku um síldveiðitímann, sem er farinn að standa mikinn meiri hluta ársins, upp í 9—10 mánuði. Þá bindum við gífurlega mikið fjármagn bæði í okkar skipaflota og eins í vinnslustöðvum í landi á þessu svæði, og það er því mikið í húfi, ef til þess þarf að koma, að það skorti raforku á þessu svæði, og það er líka mikið í húfi að reka raforkumálin þannig á þessu svæði, að það sé verulega óhagstætt. En nú eru okkur gefnar þær upplýsingar, að því meiri raforka sem notuð er á Austurlandi, því meira er tap þessarar rafveitu, sem þarna er rekin. Það vex svo að segja í beinu hlutfalli við aukið álag, og þar sem jafnmikið er í húfi eins og þarna, sýnist vera harla einkennilegt að draga það við sig í mörg ár enn að ráðast í vatnsaflsvirkjun, sem talin er af sérfræðingum vera hagstæð, mjög hagstæð, þó að hún kosti 120—130 millj. kr.

Ég benti á það í grg. þeirri, sem ég flutti með fsp., að það lægi alveg óumdeilanlega fyrir, að ef svo vildi til, að síldveiðiflotinn stöðvaðist vegna raforkuskorts í 3 daga, þá er miðað við allgóða veiði að vísu, væri tjón ekki undir 130 millj. kr. af því, eða eins og hagstæð vatnsaflsvirkjun mundi kosta í stofnkostnaði í Lagarfossi. Af þessum ástæðum er augljóst, að það er þýðingarmikið, að það fáist frambúðarlausn á hagstæðum grundvelli á þessu máli.