22.02.1967
Sameinað þing: 24. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 561 í D-deild Alþingistíðinda. (2713)

211. mál, rekstrarvandamál báta

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Það er aðeins ein setning, sem ég vildi ítreka af því, sem ég hafði áður sagt. Það virðist hafa farið fram hjá mönnum í sambandi við fsp. hv. 6. þm. Sunnl., sem ítrekuð var núna af 1. þm. Austf., um, hvað liði greiðslum á þeirri lofuðu hækkun, sem á til sjómanna og útvegsmanna að fara. Ég sagði hér áðan og ítreka það enn, að allur venjulegur undirbúningur að þessari greiðslu er hafinn, en undirbúningur hefur alltaf tekið örlítinn tíma og mun gera það eins nú. Ég ítreka það, svo að það fari ekki fram hjá mönnum einu sinni enn, að venjulegur undirbúningur er hafinn til þessarar greiðslu.