10.10.1966
Sameinað þing: 0. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Rannsókn kjörbréfs

Aldursforseti (KK):

Þá hefur þingmönnum verið skipt í kjördeildir, og niðurstaðan er sú, að það er 3. kjördeild, sem á að rannsaka kjörbréf varaþm., og Alfreð Gíslason, 9. þm. Reykv., sá sem fyrst var kjörinn í 3. kjördeild, er beðinn að kalla kjördeildina saman til fundar í fundarsal Ed. Á meðan kjördeildin starfar, verður fundarhlé í bili. — [Fundarhlé.]