16.02.1967
Efri deild: 39. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í B-deild Alþingistíðinda. (377)

40. mál, vernd barna og ungmenna

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Það frv., sem hér er til umr., er flutt til staðfestingar á brbl., sem gefin voru út á s.l. sumri. Þegar afgreidd voru á síðasta þingi lög um vernd barna og ungmenna, höfðu verið felld niður ákvæðin um hámarksaldur í ýmsum tilvikum, sem verið höfðu í frv., þegar það var lagt fyrir þingið. Í niðurlagi 1. mgr. 12. gr. l. segir, að formaður barnaverndarráðs skuli vera embættisgengur lögfræðingur, en í því felst að sjálfsögðu m.a. aldurshámark. Breyting sú, sem hér er lagt til að gerð verði á l., er einfaldlega sú, að niður falli orðið „embættisgengur“, sem segja má að sé til samræmingar við það, sem ég áður rifjaði upp, afnám aldurshámarksákvæða í meðförum þingsins á l. um vernd barna og ungmenna.

Menntmn. hefur athugað frv. og leggur einróma til, að það verði samþ. Tveir nm., þeir 1. þm. Norðurl. e. og 5. þm. Reykn., voru fjarstaddir, þegar málið var afgreitt í nefndinni.