20.10.1966
Efri deild: 5. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 650 í B-deild Alþingistíðinda. (444)

20. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, felur í sér að leita staðfestingar Alþ. á brbl., sem gefin voru út fyrr á þessu árí, þess efnis, að við álagningu útsvara skyldu frádrættir taka breytingum eftir skattvísitölu þeirri, sem ákveðin yrði samkv. l. um tekju- og eignarskatt. Í gildandi útsvarslögum var ekkert ákvæði um þetta efni hliðstætt ákvæðinu í 1. um tekju- og eignarskatt. Það þótti hins vegar sýnt við athugun málsins, að það væri engu síður ústæða til þess, að frádrættir samkv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga breyttust í samræmi við verðlagsbreytingar, og því þótti einsýnt að setja þessi brbl.

Ég skal fúslega á það fallast, að það mætti gagnrýna það, að ekki skyldi hafa verið undirbúin í tæka tíð slík lagasetning, áður en Alþ. lauk störfum síðast. Við því er ekkert að segja annað en að það hafði ekki verið athugað til hlítar, að þetta ákvæði mundi þar skorta varðandi útsvarsákvarðanir. En það þótti sýnt, miðað við þær undirtektir, sem það á sínum tíma fékk hér á hinu háa Alþ., að tekjuskattur eða frádráttarliðir við ákvörðun tekjuskatts breyttust í samræmi við skattvísitölu, að ekki væri líklegt annað en hliðstætt fylgi væri fyrir því, að útsvör eða frádráttarliðir í sambandi við álagningu útsvara breyttust með sama hætti.

Ég leyfi mér að leggja til, herra forseti, að lokinni þessari umr., að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og félmn.