21.02.1967
Neðri deild: 44. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 660 í B-deild Alþingistíðinda. (462)

20. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Ég tel rétt, að heilbr.- og félmn. fái þessa till. til athugunar, og mun það verða gert á milli umr. og þá að sjálfsögðu leitað álits Sambands ísl. sveitarfélaga um þetta atriði.

Það mun vera svo, að í flestum eða mjög mörgum sveitarfélögum ér það orðin nokkuð víðtekin regla, að á nokkurn hluta af bótum almannatrygginga er ekki lagt lengur útsvar, en hins vegar hefur hver sveitarstjórn talið eðlilegt, að hún hefði aðstöðu til þess að meta það, að hve miklu leyti bætur almannatrygginga skyldu gerðar útsvarsskyldar.