16.03.1967
Efri deild: 54. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 916 í B-deild Alþingistíðinda. (590)

137. mál, Búreikningastofa landbúnaðarins

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Við samningu þessa frv. hefur þess ekki verið gætt að taka fram, hvenær lögin öðluðust gildi, ef frv. yrði samþ., og ekki heldur að taka fram, að niður falli önnur lög, þ.e.a.s. l. um búreikningaskrifstofu ríkisins, sem eru úr gildi, ef þetta frv. yrði samþ.

Landbn. hafði ekki gætt að því að laga þetta og ekki heldur aðrir að benda á það. En þar sem þetta er aðeins formsatriði, sá ég ekki ástæðu til þess að kalla saman nefndarfund út af því og setti því inn í nafni landbn. brtt. þá, sem hér liggur fyrir, og náði ekki nema í suma nm. til að segja þeim frá þessu. Ég tel, að þetta hafi ekki verið það atriði, að ástæða væri til að kalla saman fund, og tók því á mig að ganga frá þessu á pappírunum.