23.02.1967
Neðri deild: 45. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 921 í B-deild Alþingistíðinda. (608)

7. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Ég lét þess getið, þegar ég mælti fyrir nál. allshn. við 2. umr., að þá hefðu n. borizt til viðbótar þrjár umsóknir um ríkisborgararétt, sem mundu verða teknar fyrir í n. á milli 2. og 3. umr. Þessar umsóknir eru á þskj. 264, og mælir n. með því, að þessir þrír umsækjendur fái ríkisborgararétt, enda uppfylla þær öll þau skilyrði, sem n. hefur haft til hliðsjónar við afgreiðslu annarra umsókna.