06.03.1967
Neðri deild: 49. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1108 í B-deild Alþingistíðinda. (899)

6. mál, almannavarnir

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta mál er komið frá Ed., og eins og menn rekur minni til, var flutt þáltill., 1. flm. var hv. 3. þm. Austf., um það hér í lok síðasta þings, að skora á ríkisstj. að láta endurskoða l. um almannavarnir í því skyni að fella inn í þá löggjöf fyllri ákvæði að því er varðar hættur af völdum náttúruhamfara, svo sem jarðskjálfta, eldgosa og hafíss, sem kynni að loka siglingaleiðum umhverfis landið, einstökum höfnum eða svæðum. Breyt., er felst í frv. þessu um almannavarnir, er fyrst og fremst við þetta miðuð, og svo niðurlag till., sem stefndi að því, að ákvæði yrðu sett inn í lögin um aðstoð við hjálparsveitir, sem stofnaðar hafa verið eða kunna að verða stofnaðar, um þjálfun hjálparsveita og kaup á tækjum til þeirra.

Ég vona, að um þetta geti orðið gott samkomulag hér í hv. d., eins og reyndar í Ed., og leyfi mér að leggja til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. allshn.