09.04.1968
Neðri deild: 95. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1197 í B-deild Alþingistíðinda. (1022)

82. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. 2. minni hl. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. sagði það í sinni ræðu áðan, að 1. gr. frv., eins og þar væri lagt til að hún yrði, væri í samræmi við það, sem framkvæmdin hefði verið alls staðar. Mér er tjáð allt annað. Mér er tjáð það, að þessi framkvæmd hafi alls ekki verið alls staðar á þennan veg. Það hafi farið eftir skattstjórum í hinum ýmsu umdæmum, þannig að ég er nú ekki viss um, að þessi fullyrðing sé alveg rétt hjá hæstv. fjmrh. Það hefði mátt ætla það af ræðu hv. 3. þm. Sunnl., að í mínum till. fælist það, að ég legði þar til, að aðstöðugjaldið yrði alveg afnumið nú. Það er alls ekki rétt, eins og hv. þm. hlýtur að gera sér ljóst. Ég legg það aðeins til, að þetta sé samræmt, það sé alls staðar eins, að menn búi ekki að þessu leyti við allt annað. Ég tók dæmi um það, að það væri viða þannig, að í einu sveitarfélagi er kannske ekki lagt nema 1/2% á það sama, sem aftur eru lögð 2% á í næsta sveitarfélagi eða næsta umdæmi. Þetta tel ég óeðlilegt, alveg á sama hátt og ég tel óeðlilegt, að tollar á vöru séu mismunandi miðað við ýmsa verzlunarstaði, sem er alveg hliðstætt. Hann sagði að ef ætti að breyta þessu þyrfti að benda á einhverja nýja tekjustofna. Ég viðurkenndi það í minni framsöguræðu, að það þyrfti að athuga það allt saman mjög vel. En hann bendir á það sjálfur, að afskriftir séu mjög háar víða, sem séu leyfðar l. samkvæmt. Væri nú ekki hara réttara að endurskoða þetta heldur en að vera í raun og veru að skattleggja taprekstur? Því að ég kalla það taprekstur, ef sá, sem er með atvinnurekstur, fær ekkert út úr sinni vinnu, þá kalla ég það taprekstur. En þannig er þetta framkvæmt. Nú, það er náttúrlega smávægilegt atriði, hvort þetta á að auglýsast fyrir 15. jan. eða fyrir janúarlok. Það er smávægilegt atriði, en það er bara ekki búið að auglýsa þeim neitt, sem í sveitarfélaginu búa, sama dag og þetta er afgreitt. Þeir þurfa, eftir lögunum, að vera búnir að ákveða sig fyrir 15. jan., en það er ekki búið að auglýsa það strax, þannig að mér fannst þetta eðlilegt. Þetta er náttúrlega smáatriði, en mér fannst það eðlilegra, að þessu væri svona fyrir komið. En fyrst hann tók þetta sérstaklega til umr., vil ég benda hv. þm. á það, að það er ekki búið alveg í auga lifandi bili.

Ég held, að ég sjái nú ekki ástæðu til þess að svara fleiru í ræðu hv. þm., en það er alveg rétt, sem kom fram hjá honum, og rétt ábending, að ef það er að afskriftirnar séu leyfðar óeðlilega háar, eins og hann staðhæfði, t.d. hjá sjávarútveginum, þá á að athuga það, en ekki að skattleggja aftur tapreksturinn.