16.04.1968
Neðri deild: 98. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1243 í B-deild Alþingistíðinda. (1101)

139. mál, íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins

Frsm. meiri hl. (Matthías A. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. þessarar hv. d. hefur haft frv. það, sem hér er á dagskrá, til athugunar og fékk m.a. hæstv. fjmrh. til að mæta hjá sér á fundi og ræða frv. Eins og fram kemur, hefur n. ekki orðið sammála um afgreiðslu þess, en á þskj. 561 er nál. meiri hl., en minni hl. hefur skilað nál. á þskj. 596.

Eins og fram kemur í grg. með frv. og hæstv. fjmrh. ítrekaði á fundi með fjhn., þá er þessu frv. fyrst og fremst ætlað að ná til þeirra þéttbýlissvæða, sem nú teljast, þ.e.a.s. Reykjavíkur og nágrennis svo og Akureyrar. Það er ekki ætlunin með frv., ef að lögum verður, að óbreyttu ástandi, að breyta þeim reglum, sem gilt hafa um húsnæði í eigu ríkissjóðs úti á landi. Meiri hl. n. leggur því til, að frv. á þskj. 561 verði samþ. óbreytt.