04.04.1968
Neðri deild: 89. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1341 í B-deild Alþingistíðinda. (1219)

20. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (SB):

Ég leyfi mér að vekja athygli hv. 1. þm. Norðurl. e. á því, að þetta er 2. umr. málsins, þannig að það er ein umr. eftir í þessari hv. þd., þar sem honum gefst auðveldlega tækifæri til þess að láta þær nýju upplýsingar, sem hann segist hafa á takteinum í málinu, koma fram. Ég vil að sjálfsögðu gjarnan gera hv. þm. til geðs, en ég sé ekki ástæðu til þess eftir þær umr., sem hér hafa farið fram, og eftir það, að enginn hv. þm. er á mælendaskrá, að fara að fresta 2. umr. um málið. Það hafði verið ætlun forseta að ljúka umr. í kvöld, og nú. er enginn hv. þm. á mælendaskrá, og ég vil þess vegna mjög eindregið fara þess á leit við hv. 1. þm. Norðurl. e., að hann ljúki nú máli sínu.